29.10.2007 | 14:57
Öryggi almennings stofnað í hættu?
Jæja, þá er vetur konungur genginn í garð og eins og endranær virðist koma hans koma öllum í opna skjöldu, bifreiðaeigendum jafnt og snjóruðningsmönnum á Keflavíkurflugvelli.
Þar sem rannsóknarblaðamennska á Íslandi virðist vera á miklu undanhaldi og fréttamenska almennt snýst um "mér finnst" frekar en að hnitmiðuðum spurningum sé varpað til stórnmálamanna jafnt sem annara er vert að staldra við þegar jafn alvarlegt mál og flugslys verður á Keflavíkurflugvelli. Vert er að spyrja hver sé ábyrgð umsjónarmanna flugbrautanna og þá einkum og sér í lagi útfrá þeim fjármunum sem varið er til snjóruðnings á vellinum.
1.Hversu stór er snjóruðningsdeildin á Keflavíkurfluvelli núna miðað við þegar "Kaninn" borgaði brúsann? (stöðugildi). Hversu margir menn eru jafnan á vakt núna miðað við þegar að "Kaninn" borgaði brúsann?
2.Hversu miklum fjármunum er varið til sjóruðningsmála á Keflavíkurflugvelli núna miðað við þegar "Kaninn" borgaði brúsann (krónur)?
3.Þýkir landanum það virkilega eðlilegt að þegar að smá hret kemur fer millilandaflug úr skorðum? (Eitt slys og tvær milllilendingar á Egilsstöðum)
Það er eitt sem er víst. Ég mun allavegana spenna öryggisbeltið fast og setja höfuðið á milli hnjánna eins og synt er í öryggisbæklingunum næst þegar ég á ferð um Keflavíkurflugvöll í vetrarfærð.Upptökur á samskiptum flugmanna og flugturns verða rannsakaðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Þjóðarsálin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.