30.10.2007 | 12:04
Það er munur á mafíu og mafíu.
Norsk lögregluyfirvöld virðast hafa í nógu að snúast þessa dagana. Heimaslátrun og brot á matvælalöggjöfinni. Mörgum kann að finnast þetta nokkuð fyndið og jafnvel ekki fréttnæmt að lögreglan skuli hafa afskipti af jafn ómerkilegu máli og einhverri heimaslátrun til nokkurra veitingastaða. En þetta er nú samt tákn fyrir vandamál sem orðið er nokkuð stórt í Noregi þ.e.a.s skipulögð glæpastarfsemi í hinum ýmsu myndum.
Ég brá mér til vinar míns í Ósló í sumar sem í sjálfu sér er ekki neitt í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að ég hef nú sjaldan eða aldrei orðið eins hissa á ferðum mínum um heiminn. Við félagarnir brugðum okkur í bæinn eins og gengur og gerist og skemmtum okkur bara nokkuð vel á Aker brygge meðal annars. En það sem gerðist á leiðinni út af veitingastaðnum hef ég aldrei orðið vitni að hvorki fyrr né síðar. Aldrei hef ég séð eins mikið af afrískum hórum á nokkrum stað eins og þarna í Osló. Þær gengu á eftir öllum karlmönnum sem komu útaf skemmtistöðunum og buðu fram þjónustu sína fyrir allra augum eins og hver annar götusali. Ég varð nú frekar hissa á þessu framferði og spurði félaga minn hvort þetta væri nú eðlilegt hérna í Osló og hann sagði svo vera. Yfirvöld og pólitíkusar hefðu ekki vilja né burði til að gera neitt í málinu. Hann tjáði mér að þetta væri of sóðalegt eitthvað og samræmdist ílla kenningum um sósíalísma og jafnrétti sem væru mjög sterkar í borginni. Það væru önnur mál sem væru ofar á forgangslista þeirra.
Annað sem ég tók eftir á ferðum mínum um borgina voru allir betlararnir sem sátu á öðru hverju götuhorni í miðborginni og einnig hvað mikið var af fólki í "annarlegu ástandi" á vappi. Vinur minn tjáði mér að þetta væri nú bara betlaramafían sem væri komin í útrás frá Austur Evrópu og það væri örugglega einhver hliðarbusiness frá eiturlyfjasölunni í bænum. Það er allt flæðandi í eiturlyfjum hérna sagði hann.
Ja hérna hugsaði ég með mér. Mikið er nú gott að yfirvöld hérna heima höfðu allavegana burði til að taka á betlaramafíunni. Þeim var hreinlega bara skutlað uppí stöð og komið úr landi. Gott ef þau voru ekki send til Noregs. Ég skal ekki segja um það.
En eitthvað virðist nú forgangsröðin vera firrt hjá frændum okkar Norðmönnum.
Kebabmafía upprætt í Noregi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Þjóðarsálin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Var Osló ekki "stærsta" heróínborg í heimi?
Gummi (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 18:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.