Meint verðsamráð og vinnubrögð fréttamanna Kastljóssins

Hlustaði á umræðuna í Kastljósinu áðan um meint verðsamráð á matvörumarkaði. Það hefur verið nefnt áður hérna á blogginu að rannsóknarblaðamennska sé á hröðu undanhaldi ef þá ekki útdauð hér á skerinu. Ég hef sjaldan orðið vitni að öðru eins metnaðarleysi í blaðamennsku/fréttamensku og í umræddu viðtali Sigmars Guðmundssonar við Guðmund Marteinsson framkvæmdastjóra Bónuss í Kastljósi kvöldsins. Viðtalið var hreinlega neyðarlegt.

Grundvallarástæðan fyrir þessari gagnrýni á Kastljósið er einfaldlega skortur á sönnunum. Þegar jafn alvarlegar ásakanir og verðsamráð er um að ræða þurfa að vera undir höndum einhverjar haldbærar sannanir til styrktar máls. Það er einmitt þetta sem er undirstaðan í réttarríki. Samkvæmt okkar ágætu stjórnarskrá skal "Hver sá sem er borinn sökum um refsiverða háttsemi skal talinn saklaus þar til sekt hans hefur verið sönnuð." Hlýtur þetta að vera sá  staðall sem við notum í okkar samfélagi. Eina sönnun fréttamanna ríkissjónvarpsins eru óstaðfestar/ósannaðar staðhæfingar fyrrum starfsmanna. Mikilvægt er að minna hinn ágæta lesanda á að staðhæfingar sem þessar kallast á góðri íslensku slúður og hlýtur að vera gerð ríkari krafa til okkar ágæta ríkissjónvarps en þetta. Eftir svona viðtal hlýtur trúverðugleiki Kastljóssins að vera dreginn í efa. Ritstjórnarhætti og verklagsreglur Kastljóssins þarf greinilega að endurskoða í ljósi þessara vinnubragða til að forðast viðtöl sem þessi.

 

Burtséð frá sekt eða sýknu aðila þarf að fylgja einhverjum lágmarks kröfum. Kastljósið er með svona viðtölum komið hættulega nálægt gæðastaðli slúðurblaða.


mbl.is Segjast aldrei hafa haft samráð við keppinauta á markaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Jónsson

Besti Ragnar. Þú mátt gjarna lesa bloggið aftur ef eitthvað var óskýrt.

Þar er gerður greinarmunur á slúðri og sönnunum. Í umræddu viðtali var ekkert sannað. Engin gögn voru birt. Aðeins ásakanir bornar fram.  Það dugar hreinlega ekki að koma með staðhæfingar án þess að vera með nokkuð í höndunum þ.e. það sem í daglegu máli nefnist sönnunarGÖGN. Það er ekki hægt að segja að Jón og Gunna útí bæ sögðu þetta eða hitt án þess að geta stutt það með gögnum. Það er það sem ALVÖRU fréttamenska snýst um.

Jón Jónsson, 31.10.2007 kl. 21:56

2 Smámynd: Jón Jónsson

H.B

Takk fyrir þetta. Búinn að uppfæra bloggið.

Jón Jónsson, 31.10.2007 kl. 22:48

3 identicon

Sæll Jón Jónsson

Fréttirnar og umræðan í Kastljósi áttu fullan rétt á sér að mínu mati.  Blaðamennir sem koma með fréttina eru með heimildarmenn sem þeir telja trausta og birta því fréttina.  Það er svo þeirra að standa og falla með fréttinni ef hún reynist röng.  

Það var eðlilegt hjá Sigmari að spyrja um samráð þar sem fyrrverandi starfsmaður upplýsti um það og hélt því fram.  Það er auðvitað engin nauðsyn fyrir Kastljósmenn af hafa í höndunum sannanir eitthvað líkt því og þarf að hafa ef höfða ætti dómsmál á hendur Bónus eða Krónunni.  Og NB. vitnisburður vitna í málum er oft mjög mikilvægt sönnunargagn.´

Þarna finnst mér þú rugla saman sönnunarkröfum í opinberu máli, annars vegar, og kröfum sem gera má til heimilda blaðamanna, hins vegar, til að réttlætanlegt sé að birta frétt eða spyrja menn út í málsatvik.

Hinrik (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 01:27

4 Smámynd: Jón Jónsson

Sæll Hinrik,

Umræður eru af hinu góða. Ég er alls ekki á móti þeim.

Spurningin er bara sú hvaða kröfur gerum við til þeirra sem taka þátt í slíkum umræðum? Og þá sér í lagi fréttamanna á ríkisfjölmiðli. Þar skilja bersýnilega leiðir. Að hafa heimildarmann/menn til sönnunar máls er gott og gilt en ef brotin eru svo alvarleg og skipulögð eins og látið er í veðri vaka hlýtur einnig að vera hægt að fá gögn sem styðja málið. Sem dæmi má nefna kassakvittanir, vettvangsferð, viðtal við fyrrum starfsmenn undir nafnleynd þar sem meintum starfsháttum er lýst osfrv. Vandamálið með viðtalið eins og það var birt íkvöld er að orð stendur á móti orði. Og þar stendur hnífurinn í kúnni.

Það er enginn ruglingur í gangi milli heimildarvinnu blaðamanna og sönnunarbyrði í opinberum málum. Staðreyndin er bara sú að heimildarvinna starfsmanna Kastljóssins fyrir umrætt viðtal er gagnrýniverð svo ekki verði meira sagt. Ef menn ætla að ásaka menn um eitthvað verða menn að vera með eitthvað í höndunum. Kastljósmenn voru hreinlega tómhentir og óundirbúnir og voru einfaldlega afvopnaðir í viðtalinu. Báðir aðilar ásökuðu hvor annan um að fara með ósannindi og engin leið er að skera úr um það ef hin svokölluðu vitni fara með satt mál eins og hægt er fyrir dómi til að svara ábendingu þinni. Ef menn hafa einfaldar spurningar er hægt að leysa þær með símtali. Ef menn aftur á móti ætla að fara út í jafn alvarlegar ásakanir og var gert í umræddu viðtali þurfa menn að hafa meira í höndunum en raun bar vitni. En þar skilja greinilega leiðir.

Jón Jónsson, 1.11.2007 kl. 02:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þjóðarsálin

Höfundur

Jón Jónsson
Jón Jónsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...abbi_kongur
  • fangi
  • Fucked

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband