Verðleynd neytendum í óhag

Þeir sem fá að borga fyrir skort á upplýsingum um verð á markaði eru ávallt neytendur. Samkeppni verður ekki virk. Upplýsingar skortir og öfl markaðarins ná ekki að njóta sín til fulls. Þetta er alkunna. Það er líka alkunna að Neytendasamtök/Neytendaverndarsamtök á Íslandi eru peningasvelt og litlir fjármunir fara til þessara málaflokka (miðað við nágrannalönd). Ýjað hefur verið að ástæðum þessa áður á blogginu. Til þess að hægt sé að bera saman verð verður að vera um sömu vöru eða þjónustu að ræða eða að minsta kosti sambærilega. Tannlæknar virðast gera hvað þeir geta til að leyna verðlagningu sinni með því að baka allskonar aðgerðir/liði saman í pakka og gefa upp verð á pakkanum í stað hins einstaka hlutar. Þeim er greinilega mikið í mun að ekki berist réttar upplýsingar um verð á þeirra þjónustu. Ósk um leynd gefur sterklega til kynna að þeir hafi eitthvað að fela. Getur verið að það sé verið að okra á kúnnunum???

Þegar maður les um niðurstöður úr könnun sem þessarri vakna að sama skapi spurningar um trúverðugleika könnunarinnar. Hefur hún verið útbúin á þann hátt að hún gat misskilist eða auðveldað "svindl"? Ef svo er þá verður trúverðulgleiki könnunarinnar dreginn í efa og vinnubrögð Neytendasamtakanna sömuleiðis.  Það er kominn tími til að fara að líta þessi mál mun alvarlegri augum en hingað til hefur verið gert. Þetta er spurning um almannahagsmuni og almenningur í landinu ætti að fara að gera kröfur um að þeirra hagsmunum sé sinnt. Hvernig væri ef fólk færi að hringja í sinn þingmann og krafjast úrbóta og það strax. Við höfum öll verkfærin í höndunum.


mbl.is Mikill verðmunur á þjónustu tannlækna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Prófið að bera saman verð hjá íslenskum tannlæknun og ungverskum
(sem eru annars miklu betri en íslenskir)
www.rosengarten.hu

baldur (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 11:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þjóðarsálin

Höfundur

Jón Jónsson
Jón Jónsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...abbi_kongur
  • fangi
  • Fucked

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband