Grínkannanir! Trúverðugleiki verðkannana lítill

Þegar maður les um vinnubrögð sem notuð eru hér á landi við gerð verðkannana verður maður bæði hissa og uppgefinn í senn. Þessar kannanir eru harla trúverðugar vegna þeirra vinnubragða sem viðgangast við vinnslu þeirra. Enda hafa margar spurningar vaknað síðustu vikur þegar verð og verðkannanir hefur borið á góma. Vörur sem eru kannaðar eiga að vera samskonar svo ekki verði um villst hvaða vöru er verið að kanna verð á (villa um með vörumerki/magni/pökkun etc). Coca Cola, Egg, Mjölk, Heilhveitibrauð etc. Þeir sem vinna könnunina verða að vera algjörlega hlutlausir, óhlutdrægir og heiðarlegir við vinnu sína.

Að láta vita þegar menn eru í búðinni til að vinna kannanir hlýtur að teljast merkilegt svo ekki verður meira sagt. Það býður upp á misnotkun eins og starfsmaður Krónunnar vitnar hér um í fréttinni. Verðmerkingar í mörgum búðum eru orðnar tölvustýrðar og hægt er að breyta verði með fáeinum aðgerðum. Til að koma í veg fyrir allan grun um verðbreytingar á meðan á könnun stendur verða könnunarmenn að geta unnið sína vinnu í friði og án afskipta búðareigenda/sjórnenda. Þeir eiga að gera kannanir reglulega, á ólíkum tímum og á ólíkum vörum svo búðareigendur séu algerlega óundirbúnir. Þetta er eina leiðin til að upplýsa um hin almennu verð sem eru í gangi og einnig til að upplýsa um starfshætti búðareigenda. Á meðan að ástandið er eins og það er ídag er bæði trúverðugleiki kannananna og starfshættir búðareigenda dregnir í efa.


mbl.is Kerfisbundið haft áhrif á verðkannanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þjóðarsálin

Höfundur

Jón Jónsson
Jón Jónsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...abbi_kongur
  • fangi
  • Fucked

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband