11.11.2007 | 00:12
Kven"orka" í útrás?
Við íslendingar eru óhræddir við að fara ótroðnar slóðir eins og sést hefur í útrás fyrirtækja undanfarna ára. Við höfum notað hraða okkar og hugvit okkur til hagsbóta. En nú held ég að Ingibjörg Sólrún hafi nú eitthvað misskilið hlutverk utanríkisþjónustunnar. Kvenorku hafa nú flestar þjóðir og er ekki eitthvað sem gefur okkur sérstöðu í samfélagi þjóðanna. Að auki held ég að þessi ræða hennar hafi verið meiri áróður ætlaður til að þjappa stálinu í kvenréttindakonurnar sem hafa lengi verið dyggir stuðningsmenn samfylgingarinnar en nokkuð annað. Það fyrsta sem kemur upp á fundi utanríkisráðherra eru varla kynjarannsóknir og stöðu kvenna í þjóðfélaginu. Þar ræða menn, því það eru flestir þarna karlmenn, um alþjóðlega samvinnu, verslun og góð samskipti þjóða meðal annars. Og þannig á það eftir að vera áfram um ókomin ár.
Kvenorka og kynjarannsóknir verða umræðuefni sem verða einangruð umræðuefni innan veggja háskólanna og verða seint hátt skrifuð umræðuefni á dagskrám utanríkisráðherra á alþjóðavísu.
Utanríkisráðherra talar um að nýta kvenorkuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Þjóðarsálin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já það væri athyglisvert að snúa þessu við - ef fyrrv. utanríkisráðherra hefði talað um karl "orku" í útrás.
alva (IP-tala skráð) 11.11.2007 kl. 01:25
er hægt að tala um karl og kvenorku?
Jón Jónsson, 11.11.2007 kl. 01:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.