14.11.2007 | 00:51
Hlýnun jarðar staðreynd
Það er nú ekki annað hægt en að hlæja þegar maður sér svona mynd. Ég hef allavegana mjög svartan húmor. En þegar hlátrinum hægir og maður fer að hugsa málið þá er þetta ekki alveg jafn fyndið. Alvarleiki málsins slær mann utanundir. Það var áhugaverð frétt nú á dögum um bráðnun hafíss á norðurheimskautinu. Vegna bráðnunarinnar eiga selir erfiðara um vik með að komast upp á ísinn og ala unga sína og þar af leiðandi minnkar ein aðalfæða ísbjarna sem eru selir. Spurningin er bara hvort birnirnir hafi hæfileikann eins og mannfólkið til að endurmennta sig og fara jafnvel í skógrægt eins og þessi ágæti björn.
En það virðist ætla að vera erfitt að gera eitthvað sem mun geta haft áhrif til betri vegar. Al Gore gerir sitt besta og ferðast um heiminn með Maccann sinn og þeytir power point myndum og öskrar föðurlandssvik, föðurlandssvik! En það hefur takmörkuð áhrif. Hann vill ekki fara í gegnum þann niðurlægingarprocess sem kosningar í Ameríku eru orðnar og virðist hafa ákveðið að fara hina leiðina. Láta markaðinn ráða þessu í stað lagarsetningarvaldsins. Hann er orðinn partner i fjárfestingarbanka í Silicon Valley sem ætlar að græða á tæknibreytingunni/byltingunni sem þeir telja að sé framundan.
Lítið mun hins vegar þoka í áttina áður en þær þjóðir sem menga mest gera eitthvað í málunum. Þar ganga Bandaríkjamenn og Kínverjar fremstir í flokki. Sá einhverstaðar að orkuþörf Kínverja er orðin svo ómettandi stór að þeir reisa að meðaltali eitt kolaorkuver á viku. Og þeirra iðnaður er langt á eftir öðrum þjóðum á mörgum sviðum er varðar orkusparnað/skilvirkni. Þar má taka stálframleiðslu sem dæmi en Kínverjar nota margfalt meira rafmagn per framleitt ton af stáli miðað við til dæmis granna sína Japani sem engar náttúruauðlindir eiga og þurfa að fara sparlega með flest allt.
Ég held svei mér þá að fólkið í heiminum er meira upptekið af að halda áfram lífsgæðakapphlaupinu en að staldra við og hugsa um hvert stefnir. Ef sú forgangsröðun helst þá eru það margar dýrategundir sem þurfa að skrá sig í endurmenntun.
Um bloggið
Þjóðarsálin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.