Nei þýðir nei - Harðari refsingar fyrir nauðgara

fangiNei þýðir nei, nauðgun er glæpur. Þetta er í rauninni mjög einfalt. Nauðgun er einhver hrottalegasti gjörningur sem hægt er að gera annarri manneskju. Fyrir það ber að refsa með dómum sem hæfir verknaðinum. En einhverstaðar á leiðinni fórum við af sporinu. Sú venja við dómaframkvæmd sem er við lýði ídag er fyrir neðan allar hellur. Sekir nauðgarar sleppa með væga dóma þrátt fyrir löggjöf sem heimilar fangelsi allt að 16 árum (lágmark 1 ár). 

Það þarf greinilega skarpari löggjöf og harðari dómaframkvæmd í þessum málum. Til að það geti orðið þarf nýja löggjöf. Þingmennirnir okkar eru ekki seinir að setja reglur þegar þurfa þykir. Þegar stöðva átti hraðann í umferðinni þá voru siðapostularnir ekki lengi að trompa löggjöf í gegnum þingið á síðustu stundu. Hvernig væri að setja löggjöf sem refsar fyrir glæpi sem vert er að refsa fyrir? Sem þjóðfélag verðum við að sýna hvernig hegðun við þolum og þolum ekki. Seka nauðgara ber að gefa harða refsingu, miklu harðari en tíðkast ídag. Við sem borgarar þurfum að láta í okkur heyra og segja að hvorki svona hegðun né dómaframkvæmd sé ásættanleg. Talið við vini, skrifum í blöðin, og hringjum í þingmanninn okkar og látum vita að það þarf að gera eitthvað í þessum málum og það strax!!


mbl.is Tveir grunaðir um hrottalega nauðgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þjóðarsálin

Höfundur

Jón Jónsson
Jón Jónsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...abbi_kongur
  • fangi
  • Fucked

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband