20.11.2007 | 23:35
Eru vandamįl heimsins mįlfręšilegs ešlis?
Žaš er sorglegt aš sjį hvaš žing"konur" okkar lands setja efst į forgangslista sķna. Žęr vilja breyta mįl og mįlfręšinotkun ķ staš žess aš eyša kröftum sķnum aš mįlum sem virkilega skipta žjóšina mįli lķkt og hśsnęšismįl, vaxtamįl, mennta og heilbrigšismįl svo fįtt eitt sé nefnt. Veruleikaskyniš er fljótt aš hverfa ķ hįloftunum.
Svona žingsįlyktunartillögur eru varla til žess geršar aš auka traust landans į stjórnmįlamönnum/konum aš vinna aš mįlum sem virkilega skiptir "fólkinu" ķ landinu mįli. Margir į hinu hįa alžingi eru greinilega meira uppteknir af titlum, eigin launum og frķšindum en aš sinna žvķ hlutverki sem žeim var ętlaš žegar žeim var kosiš į Alžķngi nefnilega aš vinna ķ žįgu fólksins ķ landinu en ekki sjįlfs sķns. Žaš er žaš sem er įbyrgš og starf alžingismanna og kvenna. Aš byggja upp traust tekur langan tķma. Aš eyša trausti tekur ašeins augnablik. Menn geta velt fyrir sér hvort traust almennings į vinnubrögšum Steinunnar Valdķsar hafi aukist eša minnkaš fyrir tilkomu žessarar žingsįlyktunartillögu. Ég fyrir mitt leyti hef dregiš mķnar eigin įlyktanir.
Vill nżtt starfsheiti fyrir rįšherra | |
Tilkynna um óvišeigandi tengingu viš frétt |
Um bloggiš
Þjóðarsálin
Heimsóknir
Flettingar
- Ķ dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frį upphafi: 0
Annaš
- Innlit ķ dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir ķ dag: 0
- IP-tölur ķ dag: 0
Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar
Bęta viš athugasemd [Innskrįning]
Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.