3.6.2008 | 01:45
Pólitiskt bull - Ísland þegar eitt hreinasta land í heimi
Jæja, nú á að nota umhverfishjalið til að hækka skattana á hinn almenna borgara þegar búið er að koma því svo fyrir að fyrirtækin borga nánast lægstu gjöld á byggðu bóli svo ég nefni nú ekki afnám gengishagnaðar á hlutabréf sem var trompað í gegn fyrir sumarleyfi í þinginu.
Í sjálfu sér er það gott að fyrirtæki hafi gott umhverfi til að starfa í því ekki viljum við missa þau úr landi. Ekki seinna vænna að lækka skattana í hvelli því ESB er nú ekki alveg á dagskrá og því verða fyrirtæki landsins og borgararnir að dragast með einn lélegasta gjaldmiðil í vesturheimi enn um sinn. Á meðan þarf einhver að borga brúsann er það ekki???
Ísland er þegar eitt hreinasta land í heimi. Raforkan er hrein og húsin okkar vatnshituð. Gott ef ekki um 70-80% (talan tekin úr minni frá viðtali við forsetann...) af orkunotkuninni er frá hreinum orkugjöfum. Þá er nú bara skipa og bílaflotinn eftir sem notar olíu.
Aftur á móti er nauðsynlegt að finna lausn á eldsneytisvandanum og finna önnur eldsneyti til að knígja áfram bílana okkar. En að halda áfram að pína þegar pínda þegna er nú varla lausnin. Gott að fjármálaráðherran er bráðum á leiðinni út. Staða að losna í Orkuveitunni/Landsvirkjun. Hvar á byggðu bóli gæti ráðherra starfað sem ekki nær tveggja stafa ánægjumælingu???
Þeir sem vilja láta ljúga því í sig að með þessu erum við að bjarga heiminum eru nú frekar bláeygir.
Þetta er nú sorglegur farsi þarna í þinginu.
Vistvæn hvatning | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Þjóðarsálin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.