25.9.2008 | 19:09
Vanhćfir, heyrnarlausir og sjónlausir
Enn á ný virđist Seđlabanki Íslands hafa misst af lestinni. Spurningin er hvort ađ ţessir menn séu í vinnunni yfirleitt. Gćti kannski veriđ ađ ţráinn í honum Davíđ hafi komiđ í veg fyrir ađ nokkur mađur lyfti símtólinu til ađ tala viđ kollegana í löndunum í kríng? Hrokinn er líka svo yfirgengilegur ađ ţeir svara heldur ekki nokkrum spurningum ţrátt fyrir leitađ sé eftir ţví úr öllum áttum.
Getur kannski veriđ ađ ţeir viti ekki alveg hvađ ţeir eiga ađ gera? Seđlabankinn hefur lengi veriđ dvalarheimili fyrir afdankađa pólitíkusa og vanhćfnin er farin ađ skína í gegn ţví verđbólgumarkmiđiđ hefur ekki stađist nema í fáeina mánuđi frá floti 2001. Bankaráđ Seđlabankans er nú bara brandari í samanburđi viđ önnur lönd. Í bankaráđi sitja eftirtaldir:
Ađalmenn
Halldór Blöndal, formađur (ómenntađur í hag-viđskiptafrćđum á háskólastigi)
Jón Sigurđsson, varaformađur (sprenglćrđur, Fil. kand. í ţjóđhagfrćđi, tölfrćđi frá frá
Stokkhólmsháskóla 1964, M.Sc. Econ. í ţjóđhagfrćđi frá LSE 1967)
Erna Gísladóttir (Hagfrćđingur frá University of Navarra, Global Executive MBA
program, IESE Business School)
Ragnar Arnalds (ómenntađur í hag-viđskiptafrćđum á háskólastigi)
Hannes Hólmsteinn Gissurarson (ómenntađur í hag-viđskiptafrćđum á háskólastigi)
Jónas Hallgrímsson (Fann engar upplýsingar)
Sigríđur Ingibjörg Ingadóttir (hagfrćđingur )
Svo er ţađ Davíđ Oddson sem er ómenntađur í hag og viđskiptafrćđum á háskólastigi. Hann er ţó fyrrv. borgarstjóri og var forsćtisráđherra á einu mesta uppgangsskeiđi ţjóđarinnar. Ef mađur ber ţetta saman viđ helstu lönd ţá sést ađ:
Stefan Ingves Seđlabankastjóri í Svíţjóđ er Doktor í Hagfrćđi međ langan starfsferil í peninga og fjármálastjórn.
Nils Bernstein Seđlabankastjóri í Danmörku er Stjórnmálafrćđingur.
Svein Gjedrem Seđlabankastjóri í Noregi er Hagfrćđingur (Cand.oecon. Universitetet i Oslo, 1975.) og á langan feril ađ baki í fjármálaráđuneyti Noregs.
Erkki Liikanen Seđlabankastjóri í Finlandi og stjórnarmarđur i Evrópska seđlabankanum MSc í Hagfrćđi, Háskólinn í Helsínki 1975. M.a. Fyrrum fjármálaráđherra og heiđursdoktor viđ Tćkniháskólann í Helsinki
Marvyn Allister King, Seđlabankastjóri í Englandi, menntađur í hagfrćđum viđ Cambridge og Harvard, kenndi viđ Cambridge og Birmingham Uni, Prófessór viđ London School of Economics ásamt gesta Prófessor viđ Harvard og MIT.
Hin pólitíska tenging Seđlabanka Íslands er einnig langtum meiri heldur en gengur og gerist hjá ţjóđunum til kríngum okkur en sjálfstćđi og ţekking er ein af hornsteinum trúverđugleika Seđlabanka. Á báđum ţessum punktum stenst hinn Íslenski Seđlabanki einfaldlega ekki samanburđ.
Er ekki kominn tími til ađ stokka upp?
![]() |
Seđlabanki Íslands ekki međ |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Um bloggiđ
Þjóðarsálin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annađ
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.