Færsluflokkur: Bloggar
31.10.2007 | 20:50
Meint verðsamráð og vinnubrögð fréttamanna Kastljóssins
Hlustaði á umræðuna í Kastljósinu áðan um meint verðsamráð á matvörumarkaði. Það hefur verið nefnt áður hérna á blogginu að rannsóknarblaðamennska sé á hröðu undanhaldi ef þá ekki útdauð hér á skerinu. Ég hef sjaldan orðið vitni að öðru eins metnaðarleysi í blaðamennsku/fréttamensku og í umræddu viðtali Sigmars Guðmundssonar við Guðmund Marteinsson framkvæmdastjóra Bónuss í Kastljósi kvöldsins. Viðtalið var hreinlega neyðarlegt.
Grundvallarástæðan fyrir þessari gagnrýni á Kastljósið er einfaldlega skortur á sönnunum. Þegar jafn alvarlegar ásakanir og verðsamráð er um að ræða þurfa að vera undir höndum einhverjar haldbærar sannanir til styrktar máls. Það er einmitt þetta sem er undirstaðan í réttarríki. Samkvæmt okkar ágætu stjórnarskrá skal "Hver sá sem er borinn sökum um refsiverða háttsemi skal talinn saklaus þar til sekt hans hefur verið sönnuð." Hlýtur þetta að vera sá staðall sem við notum í okkar samfélagi. Eina sönnun fréttamanna ríkissjónvarpsins eru óstaðfestar/ósannaðar staðhæfingar fyrrum starfsmanna. Mikilvægt er að minna hinn ágæta lesanda á að staðhæfingar sem þessar kallast á góðri íslensku slúður og hlýtur að vera gerð ríkari krafa til okkar ágæta ríkissjónvarps en þetta. Eftir svona viðtal hlýtur trúverðugleiki Kastljóssins að vera dreginn í efa. Ritstjórnarhætti og verklagsreglur Kastljóssins þarf greinilega að endurskoða í ljósi þessara vinnubragða til að forðast viðtöl sem þessi.
Burtséð frá sekt eða sýknu aðila þarf að fylgja einhverjum lágmarks kröfum. Kastljósið er með svona viðtölum komið hættulega nálægt gæðastaðli slúðurblaða.
Segjast aldrei hafa haft samráð við keppinauta á markaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
31.10.2007 | 12:18
Hitaveitan í einkarekstur?
Nú hafa íbúarnir á Suðurnesjum loksins farið að láta skoðun sína í ljós varðandi Hitaveitumálið. Það verður forvitnilegt út frá lýðræðislegum sjónarmiðum að fá vísbendingu um hver vilji landans sé í þessu máli. Vilja menn að hitaveiturnar verði áfram í opinberri eigu eða á að einkavæða þær? Það eru auðvitað kostir og gallar með báðum fyrirkomulögunum. Hægrimenn segja að á þeim mörkuðum sem að einkafjármagnið getur sinnt störfunum hagkvæmar (ódýrara) en opinberir aðilar þá eigi að einkavæða. Vinstrimenn segja að viss þjónusta eigi að borgast með sköttum/verðlagningu sem sé í þágu almennings. Sitt sýnist hverjum.
Það er óumdeilt að verðlag á Íslandi er hærra á nær öllum mörkuðum miðað við þjóðir í kringum okkur. Nægir þar að nefna matvöru, lyf, fatnað, tryggingar, vexti og áfram mætti lengi telja. Það er einnig óumdeilt að á þeim mörkuðum þar sem hitaveitur hafa verið einkavæddar hefur verð farið stighækkandi. Nægir þar að nefna Englendinga og frændur vora Svía. Þeir sem hafa grætt á þessu eru auðvitað hluthafar félaganna sem hafa notið stórgróða í formi virðiskaukningu bréfa og aukinna arðgreiðslna. Þeir sem hafa borið hallan eru þá viðskiptavinir sem borga hærra verð og fá verri þjónustu þegar viðhaldi og fjárfestingum í netum s.b. "infrastrúktúr" er minnkað til að auka gróða félagsins.
Þannig að nú þarf landinn að fara að gera upp hug sinn. Vill hann segja upp húfu fjárfestans og kaupa bréf í orkufyrirtækjum og verða kapítalisti eða vill hann áfram vera "skattgreiðandi" þegar kemur að orkumálum? Dómurinn kemur innan skamms.
Á þriðja þúsund hafa undirritað áskorun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.10.2007 | 12:10
Það er munur á mafíu og mafíu
Norsk lögregluyfirvöld virðast hafa í nógu að snúast þessa dagana. Heimaslátrun og brot á matvælalöggjöfinni. Mörgum kann að finnast þetta nokkuð fyndið og jafnvel ekki fréttnæmt að lögreglan skuli hafa afskipti af jafn ómerkilegu máli og einhverri heimaslátrun til nokkurra veitingastaða. En þetta er nú samt tákn fyrir vandamál sem orðið er nokkuð stórt í Noregi þ.e.a.s skipulögð glæpastarfsemi í hinum ýmsu myndum.
Ég brá mér til vinar míns í Ósló í sumar sem í sjálfu sér er ekki neitt í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að ég hef nú sjaldan eða aldrei orðið eins hissa á ferðum mínum um heiminn. Við félagarnir brugðum okkur í bæinn eins og gengur og gerist og skemmtum okkur bara nokkuð vel á Aker brygge meðal annars. En það sem gerðist á leiðinni út af veitingastaðnum hef ég aldrei orðið vitni að hvorki fyrr né síðar. Aldrei hef ég séð eins mikið af afrískum hórum á nokkrum stað eins og þarna í Osló. Þær gengu á eftir öllum karlmönnum sem komu útaf skemmtistöðunum og buðu fram þjónustu sína fyrir allra augum eins og hver annar götusali. Ég varð nú frekar hissa á þessu framferði og spurði félaga minn hvort þetta væri nú eðlilegt hérna í Osló og hann sagði svo vera. Yfirvöld og pólitíkusar hefðu ekki vilja né burði til að gera neitt í málinu. Hann tjáði mér að þetta væri of sóðalegt eitthvað og samræmdist ílla kenningum um sósíalísma og jafnrétti sem væru mjög sterkar í borginni. Það væru önnur mál sem væru ofar á forgangslista þeirra.
Annað sem ég tók eftir á ferðum mínum um borgina voru allir betlararnir sem sátu á öðru hverju götuhorni í miðborginni og einnig hvað mikið var af fólki í "annarlegu ástandi" á vappi. Vinur minn tjáði mér að þetta væri nú bara betlaramafían sem væri komin í útrás frá Austur Evrópu og það væri örugglega einhver hliðarbusiness frá eiturlyfjasölunni í bænum. Það er allt flæðandi í eiturlyfjum hérna sagði hann.
Ja hérna hugsaði ég með mér. Mikið er nú gott að yfirvöld hérna heima höfðu allavegana burði til að taka á betlaramafíunni. Þeim var hreinlega bara skutlað uppí stöð og komið úr landi. Gott ef þau voru ekki send til Noregs. Ég skal ekki segja um það.
En eitthvað virðist nú forgangsröðin vera firrt hjá frændum okkar Norðmönnum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.10.2007 | 12:04
Það er munur á mafíu og mafíu.
Norsk lögregluyfirvöld virðast hafa í nógu að snúast þessa dagana. Heimaslátrun og brot á matvælalöggjöfinni. Mörgum kann að finnast þetta nokkuð fyndið og jafnvel ekki fréttnæmt að lögreglan skuli hafa afskipti af jafn ómerkilegu máli og einhverri heimaslátrun til nokkurra veitingastaða. En þetta er nú samt tákn fyrir vandamál sem orðið er nokkuð stórt í Noregi þ.e.a.s skipulögð glæpastarfsemi í hinum ýmsu myndum.
Ég brá mér til vinar míns í Ósló í sumar sem í sjálfu sér er ekki neitt í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að ég hef nú sjaldan eða aldrei orðið eins hissa á ferðum mínum um heiminn. Við félagarnir brugðum okkur í bæinn eins og gengur og gerist og skemmtum okkur bara nokkuð vel á Aker brygge meðal annars. En það sem gerðist á leiðinni út af veitingastaðnum hef ég aldrei orðið vitni að hvorki fyrr né síðar. Aldrei hef ég séð eins mikið af afrískum hórum á nokkrum stað eins og þarna í Osló. Þær gengu á eftir öllum karlmönnum sem komu útaf skemmtistöðunum og buðu fram þjónustu sína fyrir allra augum eins og hver annar götusali. Ég varð nú frekar hissa á þessu framferði og spurði félaga minn hvort þetta væri nú eðlilegt hérna í Osló og hann sagði svo vera. Yfirvöld og pólitíkusar hefðu ekki vilja né burði til að gera neitt í málinu. Hann tjáði mér að þetta væri of sóðalegt eitthvað og samræmdist ílla kenningum um sósíalísma og jafnrétti sem væru mjög sterkar í borginni. Það væru önnur mál sem væru ofar á forgangslista þeirra.
Annað sem ég tók eftir á ferðum mínum um borgina voru allir betlararnir sem sátu á öðru hverju götuhorni í miðborginni og einnig hvað mikið var af fólki í "annarlegu ástandi" á vappi. Vinur minn tjáði mér að þetta væri nú bara betlaramafían sem væri komin í útrás frá Austur Evrópu og það væri örugglega einhver hliðarbusiness frá eiturlyfjasölunni í bænum. Það er allt flæðandi í eiturlyfjum hérna sagði hann.
Ja hérna hugsaði ég með mér. Mikið er nú gott að yfirvöld hérna heima höfðu allavegana burði til að taka á betlaramafíunni. Þeim var hreinlega bara skutlað uppí stöð og komið úr landi. Gott ef þau voru ekki send til Noregs. Ég skal ekki segja um það.
En eitthvað virðist nú forgangsröðin vera firrt hjá frændum okkar Norðmönnum.
Kebabmafía upprætt í Noregi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.10.2007 | 14:57
Öryggi almennings stofnað í hættu?
Jæja, þá er vetur konungur genginn í garð og eins og endranær virðist koma hans koma öllum í opna skjöldu, bifreiðaeigendum jafnt og snjóruðningsmönnum á Keflavíkurflugvelli.
Þar sem rannsóknarblaðamennska á Íslandi virðist vera á miklu undanhaldi og fréttamenska almennt snýst um "mér finnst" frekar en að hnitmiðuðum spurningum sé varpað til stórnmálamanna jafnt sem annara er vert að staldra við þegar jafn alvarlegt mál og flugslys verður á Keflavíkurflugvelli. Vert er að spyrja hver sé ábyrgð umsjónarmanna flugbrautanna og þá einkum og sér í lagi útfrá þeim fjármunum sem varið er til snjóruðnings á vellinum.
1.Hversu stór er snjóruðningsdeildin á Keflavíkurfluvelli núna miðað við þegar "Kaninn" borgaði brúsann? (stöðugildi). Hversu margir menn eru jafnan á vakt núna miðað við þegar að "Kaninn" borgaði brúsann?
2.Hversu miklum fjármunum er varið til sjóruðningsmála á Keflavíkurflugvelli núna miðað við þegar "Kaninn" borgaði brúsann (krónur)?
3.Þýkir landanum það virkilega eðlilegt að þegar að smá hret kemur fer millilandaflug úr skorðum? (Eitt slys og tvær milllilendingar á Egilsstöðum)
Það er eitt sem er víst. Ég mun allavegana spenna öryggisbeltið fast og setja höfuðið á milli hnjánna eins og synt er í öryggisbæklingunum næst þegar ég á ferð um Keflavíkurflugvöll í vetrarfærð.Upptökur á samskiptum flugmanna og flugturns verða rannsakaðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.10.2007 | 13:52
Öryggi almennings stofnað í hættu?
Jæja, þá er vetur konungur genginn í garð og eins og endranær virðist koma hans koma öllum í opna skjöldu, bifreiðaeigendum jafnt og snjóruðningsmönnum á Keflavíkurflugvelli.
Þar sem rannsóknarblaðamennska á Íslandi virðist vera á miklu undanhaldi og fréttamenska almennt snýst um "mér finnst" frekar en að hnitmiðuðum spurningum sé varpað til stórnmálamanna jafnt sem annara er vert að staldra við þegar jafn alvarlegt mál og flugslys verður á Keflavíkurflugvelli. Vert er að spyrja hver sé ábyrgð umsjónarmanna flugbrautanna og þá einkum og sér í lagi útfrá þeim fjármunum sem varið er til snjóruðnings á vellinum.
1.Hversu stór er snjóruðningsdeildin á Keflavíkurfluvelli núna miðað við þegar "Kaninn" borgaði brúsann? (stöðugildi). Hversu margir menn eru jafnan á vakt núna miðað við þegar að "Kaninn" borgaði brúsann?
2.Hversu miklum fjármunum er varið til sjóruðningsmála á Keflavíkurflugvelli núna miðað við þegar "Kaninn" borgaði brúsann (krónur)?
3.Þýkir landanum það virkilega eðlilegt að þegar að smá hret kemur fer millilandaflug úr skorðum? (Eitt slys og tvær milllilendingar á Egilsstöðum)
Það er eitt sem er víst. Ég mun allavegana spenna öryggisbeltið fast og setja höfuðið á milli hnjánna eins og synt er í öryggisbæklingunum næst þegar ég á ferð um Keflavíkurflugvöll í vetrarfærð.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Þjóðarsálin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar