Færsluflokkur: Bloggar
20.11.2007 | 23:35
Eru vandamál heimsins málfræðilegs eðlis?
Það er sorglegt að sjá hvað þing"konur" okkar lands setja efst á forgangslista sína. Þær vilja breyta mál og málfræðinotkun í stað þess að eyða kröftum sínum að málum sem virkilega skipta þjóðina máli líkt og húsnæðismál, vaxtamál, mennta og heilbrigðismál svo fátt eitt sé nefnt. Veruleikaskynið er fljótt að hverfa í háloftunum.
Svona þingsályktunartillögur eru varla til þess gerðar að auka traust landans á stjórnmálamönnum/konum að vinna að málum sem virkilega skiptir "fólkinu" í landinu máli. Margir á hinu háa alþingi eru greinilega meira uppteknir af titlum, eigin launum og fríðindum en að sinna því hlutverki sem þeim var ætlað þegar þeim var kosið á Alþíngi nefnilega að vinna í þágu fólksins í landinu en ekki sjálfs síns. Það er það sem er ábyrgð og starf alþingismanna og kvenna. Að byggja upp traust tekur langan tíma. Að eyða trausti tekur aðeins augnablik. Menn geta velt fyrir sér hvort traust almennings á vinnubrögðum Steinunnar Valdísar hafi aukist eða minnkað fyrir tilkomu þessarar þingsályktunartillögu. Ég fyrir mitt leyti hef dregið mínar eigin ályktanir.
Vill nýtt starfsheiti fyrir ráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 21.11.2007 kl. 01:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.11.2007 | 00:24
Nei þýðir nei - Harðari refsingar fyrir nauðgara
Nei þýðir nei, nauðgun er glæpur. Þetta er í rauninni mjög einfalt. Nauðgun er einhver hrottalegasti gjörningur sem hægt er að gera annarri manneskju. Fyrir það ber að refsa með dómum sem hæfir verknaðinum. En einhverstaðar á leiðinni fórum við af sporinu. Sú venja við dómaframkvæmd sem er við lýði ídag er fyrir neðan allar hellur. Sekir nauðgarar sleppa með væga dóma þrátt fyrir löggjöf sem heimilar fangelsi allt að 16 árum (lágmark 1 ár).
Það þarf greinilega skarpari löggjöf og harðari dómaframkvæmd í þessum málum. Til að það geti orðið þarf nýja löggjöf. Þingmennirnir okkar eru ekki seinir að setja reglur þegar þurfa þykir. Þegar stöðva átti hraðann í umferðinni þá voru siðapostularnir ekki lengi að trompa löggjöf í gegnum þingið á síðustu stundu. Hvernig væri að setja löggjöf sem refsar fyrir glæpi sem vert er að refsa fyrir? Sem þjóðfélag verðum við að sýna hvernig hegðun við þolum og þolum ekki. Seka nauðgara ber að gefa harða refsingu, miklu harðari en tíðkast ídag. Við sem borgarar þurfum að láta í okkur heyra og segja að hvorki svona hegðun né dómaframkvæmd sé ásættanleg. Talið við vini, skrifum í blöðin, og hringjum í þingmanninn okkar og látum vita að það þarf að gera eitthvað í þessum málum og það strax!!
Tveir grunaðir um hrottalega nauðgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.11.2007 | 00:51
Hlýnun jarðar staðreynd
Það er nú ekki annað hægt en að hlæja þegar maður sér svona mynd. Ég hef allavegana mjög svartan húmor. En þegar hlátrinum hægir og maður fer að hugsa málið þá er þetta ekki alveg jafn fyndið. Alvarleiki málsins slær mann utanundir. Það var áhugaverð frétt nú á dögum um bráðnun hafíss á norðurheimskautinu. Vegna bráðnunarinnar eiga selir erfiðara um vik með að komast upp á ísinn og ala unga sína og þar af leiðandi minnkar ein aðalfæða ísbjarna sem eru selir. Spurningin er bara hvort birnirnir hafi hæfileikann eins og mannfólkið til að endurmennta sig og fara jafnvel í skógrægt eins og þessi ágæti björn.
En það virðist ætla að vera erfitt að gera eitthvað sem mun geta haft áhrif til betri vegar. Al Gore gerir sitt besta og ferðast um heiminn með Maccann sinn og þeytir power point myndum og öskrar föðurlandssvik, föðurlandssvik! En það hefur takmörkuð áhrif. Hann vill ekki fara í gegnum þann niðurlægingarprocess sem kosningar í Ameríku eru orðnar og virðist hafa ákveðið að fara hina leiðina. Láta markaðinn ráða þessu í stað lagarsetningarvaldsins. Hann er orðinn partner i fjárfestingarbanka í Silicon Valley sem ætlar að græða á tæknibreytingunni/byltingunni sem þeir telja að sé framundan.
Lítið mun hins vegar þoka í áttina áður en þær þjóðir sem menga mest gera eitthvað í málunum. Þar ganga Bandaríkjamenn og Kínverjar fremstir í flokki. Sá einhverstaðar að orkuþörf Kínverja er orðin svo ómettandi stór að þeir reisa að meðaltali eitt kolaorkuver á viku. Og þeirra iðnaður er langt á eftir öðrum þjóðum á mörgum sviðum er varðar orkusparnað/skilvirkni. Þar má taka stálframleiðslu sem dæmi en Kínverjar nota margfalt meira rafmagn per framleitt ton af stáli miðað við til dæmis granna sína Japani sem engar náttúruauðlindir eiga og þurfa að fara sparlega með flest allt.
Ég held svei mér þá að fólkið í heiminum er meira upptekið af að halda áfram lífsgæðakapphlaupinu en að staldra við og hugsa um hvert stefnir. Ef sú forgangsröðun helst þá eru það margar dýrategundir sem þurfa að skrá sig í endurmenntun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.11.2007 | 09:02
Vel borgað fyrir?
Guðjón Valur samdi við Rhein-Neckar Löwe | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.11.2007 | 00:12
Kven"orka" í útrás?
Við íslendingar eru óhræddir við að fara ótroðnar slóðir eins og sést hefur í útrás fyrirtækja undanfarna ára. Við höfum notað hraða okkar og hugvit okkur til hagsbóta. En nú held ég að Ingibjörg Sólrún hafi nú eitthvað misskilið hlutverk utanríkisþjónustunnar. Kvenorku hafa nú flestar þjóðir og er ekki eitthvað sem gefur okkur sérstöðu í samfélagi þjóðanna. Að auki held ég að þessi ræða hennar hafi verið meiri áróður ætlaður til að þjappa stálinu í kvenréttindakonurnar sem hafa lengi verið dyggir stuðningsmenn samfylgingarinnar en nokkuð annað. Það fyrsta sem kemur upp á fundi utanríkisráðherra eru varla kynjarannsóknir og stöðu kvenna í þjóðfélaginu. Þar ræða menn, því það eru flestir þarna karlmenn, um alþjóðlega samvinnu, verslun og góð samskipti þjóða meðal annars. Og þannig á það eftir að vera áfram um ókomin ár.
Kvenorka og kynjarannsóknir verða umræðuefni sem verða einangruð umræðuefni innan veggja háskólanna og verða seint hátt skrifuð umræðuefni á dagskrám utanríkisráðherra á alþjóðavísu.
Utanríkisráðherra talar um að nýta kvenorkuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.11.2007 | 11:39
Grínkannanir! Trúverðugleiki verðkannana lítill
Þegar maður les um vinnubrögð sem notuð eru hér á landi við gerð verðkannana verður maður bæði hissa og uppgefinn í senn. Þessar kannanir eru harla trúverðugar vegna þeirra vinnubragða sem viðgangast við vinnslu þeirra. Enda hafa margar spurningar vaknað síðustu vikur þegar verð og verðkannanir hefur borið á góma. Vörur sem eru kannaðar eiga að vera samskonar svo ekki verði um villst hvaða vöru er verið að kanna verð á (villa um með vörumerki/magni/pökkun etc). Coca Cola, Egg, Mjölk, Heilhveitibrauð etc. Þeir sem vinna könnunina verða að vera algjörlega hlutlausir, óhlutdrægir og heiðarlegir við vinnu sína.
Að láta vita þegar menn eru í búðinni til að vinna kannanir hlýtur að teljast merkilegt svo ekki verður meira sagt. Það býður upp á misnotkun eins og starfsmaður Krónunnar vitnar hér um í fréttinni. Verðmerkingar í mörgum búðum eru orðnar tölvustýrðar og hægt er að breyta verði með fáeinum aðgerðum. Til að koma í veg fyrir allan grun um verðbreytingar á meðan á könnun stendur verða könnunarmenn að geta unnið sína vinnu í friði og án afskipta búðareigenda/sjórnenda. Þeir eiga að gera kannanir reglulega, á ólíkum tímum og á ólíkum vörum svo búðareigendur séu algerlega óundirbúnir. Þetta er eina leiðin til að upplýsa um hin almennu verð sem eru í gangi og einnig til að upplýsa um starfshætti búðareigenda. Á meðan að ástandið er eins og það er ídag er bæði trúverðugleiki kannananna og starfshættir búðareigenda dregnir í efa.
Kerfisbundið haft áhrif á verðkannanir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.11.2007 | 11:15
Verðleynd neytendum í óhag
Þeir sem fá að borga fyrir skort á upplýsingum um verð á markaði eru ávallt neytendur. Samkeppni verður ekki virk. Upplýsingar skortir og öfl markaðarins ná ekki að njóta sín til fulls. Þetta er alkunna. Það er líka alkunna að Neytendasamtök/Neytendaverndarsamtök á Íslandi eru peningasvelt og litlir fjármunir fara til þessara málaflokka (miðað við nágrannalönd). Ýjað hefur verið að ástæðum þessa áður á blogginu. Til þess að hægt sé að bera saman verð verður að vera um sömu vöru eða þjónustu að ræða eða að minsta kosti sambærilega. Tannlæknar virðast gera hvað þeir geta til að leyna verðlagningu sinni með því að baka allskonar aðgerðir/liði saman í pakka og gefa upp verð á pakkanum í stað hins einstaka hlutar. Þeim er greinilega mikið í mun að ekki berist réttar upplýsingar um verð á þeirra þjónustu. Ósk um leynd gefur sterklega til kynna að þeir hafi eitthvað að fela. Getur verið að það sé verið að okra á kúnnunum???
Þegar maður les um niðurstöður úr könnun sem þessarri vakna að sama skapi spurningar um trúverðugleika könnunarinnar. Hefur hún verið útbúin á þann hátt að hún gat misskilist eða auðveldað "svindl"? Ef svo er þá verður trúverðulgleiki könnunarinnar dreginn í efa og vinnubrögð Neytendasamtakanna sömuleiðis. Það er kominn tími til að fara að líta þessi mál mun alvarlegri augum en hingað til hefur verið gert. Þetta er spurning um almannahagsmuni og almenningur í landinu ætti að fara að gera kröfur um að þeirra hagsmunum sé sinnt. Hvernig væri ef fólk færi að hringja í sinn þingmann og krafjast úrbóta og það strax. Við höfum öll verkfærin í höndunum.
Mikill verðmunur á þjónustu tannlækna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.11.2007 | 00:31
Fákeppni á Íslandi
Það hefur verið lífleg umræða í þjóðfélaginu undanfarna daga um samkeppnismál. Slík umræða er mjög af hinu góða. En hún verður líka að vera málefnaleg eins og hefur verið bent á áður hér á blogginu. Eins og einhver sagði: "Eigi skal höggva..." fyrr en höggstaður er.
Ef það er eitthvað sem einkennir íslenskan markað umfram annað þá er það fákeppni. Þetta endurspeglast á flestum sviðum verslunar og þjónustu í landinu og lýsir sér m.a. í almennt háu verðlagi. Það eru fáir aðilar sem skipta markaðnum á milli sín og samkeppni eins og hún þekkist víða um heim og á mörkuðum þar sem samkeppni er virk er hér nær hvergi að finna. Þetta er kannski arfleið frá tímum einokunarinnar þegar landanum bauðst að kaupa vöru í hvaða lit sem var svo lengi sem að hann var svartur. Einnig virðist þetta að sumu leyti vera ástand sem að landanum líkar því ekki er gert neitt mikið til að breyta því. Þetta er að miklum hluta okkur sjálfum að kenna því það er einkenni á lýðræðisríki að meirihlutinn ræður og meirihlutinn virðist ekki hafa áhuga á því að breyta ástandinu. Að minnsta kosti ekki í bráð. Það er leitandi að verri neytendavitund en á Íslandi. Það má næstumþví ganga eins langt og hægt er áður en okkur misbýður. Og ef svo ólíklega vill til að okkur misbýður einhverntímann þá erum við fljót að gleyma. Það er eins og við þjáumst öll af kollektívu minnisleysi. Viku seinna og allt er gleymt og grafið.
Þetta fákeppnisástand er uppskrift af umhverfi þar sem misnotkun og misbeyting á ráðandi aðstöðu skapast. Og þeir sem fá að bera hallan í þeim viðskiptum eru viðskiptavinirnir þ.e. neytendur. Því einhver verður jú að borga brúsann. En kaupmenn halda sér þó í flestum tilvikum innan um þann ramma sem þeim er úthlutað frá löggjafanum. Það er hlutverk stjórnmálamanna að búa til umhverfi þar sem samkeppni getur þrifist. Einhverjir hafa nú bent á að okkar ástkæru stjórnmálamenn hafa ekki verið farsælir í þeim efnunum og jafnvel gengið svo langt að segja að sumir pólitíkusar gangi handbendi verslunarmanna. Því til stuðnings hafa menn rætt um t.d. orkumál, kvótamál og bankamál svo fátt eitt sé nefnt. Eigi skal lagt dóm á það hér. En betur má ef duga skal ef alvöru samkeppni á að ná hér fótfestu. Eina leiðin til að leysa þann vanda er að búa þannig um hnútana að samkeppni geti þrifist og blómstrað. Það þarf að minnka höft og reglugerðir og með öllu móti auðvelda aðgang nýrra aðila að markaði. Það er eina leiðin svo að neytendur hagnist.
En því miður held ég að hið kollektíva minnisleysi sé orðið svo útbreitt að sjúklingnum er ekki bjargandi. En ég vona svo innilega að mér skjátlist.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.11.2007 | 22:23
Geðveiki eða trúarbrögð?
Þáði ekki blóð og lést af barnsförum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.11.2007 | 12:47
Athygglisverður dómur
Nú hafa þeir sem stunda hraðakstur afsökun til þess að kaupa þessar dýru græjur sem bílasalar eru alltaf að reyna að pranga upp á spegúlanta. Menn geta hreinlega farið að flokka þessi útlát sem fjárfestingu í stað neyslu fyrst þetta eru orðin radartruflunartæki líka. Svo er náttla default spurningin til lögreglunnar ef einhver verður einhverntímann stoppaður þessi í ljós dómsins: "Eruð þið örugglega búin að kalibrera/núllstilla radarinn"? Nú ef ekki þá er mælingin greinilega ekki gild. Athyggli vekur líka að dómurinn vísar kærunni alfarið frá í stað þessa að gefa "afslátt" á hraðanum vegna allra þessara þátta sem valdið geta truflunum við mælinguna. Nú er þetta orðið eins og í henni Ameríku. Bara að ná sér í góðan lögfræðing sem finnur veikleika í aðferðum lögreglunnar og fær menn sýknaða vegna tæknilegra mistaka og að sjálfsögðu muna eftir að skrúfa allt í botni þegar menn sjá bláu ljósin.
Hljómtæki kunna að hafa valdið mæliskekkju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Um bloggið
Þjóðarsálin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar