Færsluflokkur: Bloggar
3.6.2008 | 01:45
Pólitiskt bull - Ísland þegar eitt hreinasta land í heimi
Jæja, nú á að nota umhverfishjalið til að hækka skattana á hinn almenna borgara þegar búið er að koma því svo fyrir að fyrirtækin borga nánast lægstu gjöld á byggðu bóli svo ég nefni nú ekki afnám gengishagnaðar á hlutabréf sem var trompað í gegn fyrir sumarleyfi í þinginu.
Í sjálfu sér er það gott að fyrirtæki hafi gott umhverfi til að starfa í því ekki viljum við missa þau úr landi. Ekki seinna vænna að lækka skattana í hvelli því ESB er nú ekki alveg á dagskrá og því verða fyrirtæki landsins og borgararnir að dragast með einn lélegasta gjaldmiðil í vesturheimi enn um sinn. Á meðan þarf einhver að borga brúsann er það ekki???
Ísland er þegar eitt hreinasta land í heimi. Raforkan er hrein og húsin okkar vatnshituð. Gott ef ekki um 70-80% (talan tekin úr minni frá viðtali við forsetann...) af orkunotkuninni er frá hreinum orkugjöfum. Þá er nú bara skipa og bílaflotinn eftir sem notar olíu.
Aftur á móti er nauðsynlegt að finna lausn á eldsneytisvandanum og finna önnur eldsneyti til að knígja áfram bílana okkar. En að halda áfram að pína þegar pínda þegna er nú varla lausnin. Gott að fjármálaráðherran er bráðum á leiðinni út. Staða að losna í Orkuveitunni/Landsvirkjun. Hvar á byggðu bóli gæti ráðherra starfað sem ekki nær tveggja stafa ánægjumælingu???
Þeir sem vilja láta ljúga því í sig að með þessu erum við að bjarga heiminum eru nú frekar bláeygir.
Þetta er nú sorglegur farsi þarna í þinginu.
Vistvæn hvatning | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.5.2008 | 22:45
Ísland = dýrast allt
Talaði við mann í gær sem í sjálfu sér er ekki í frásögur færandi en við fórum að ræða um pólitik eins og svo oft áður. Áður en langt um leið kom hann með þetta orðatiltæki:"Ísland er bara dýrast allt". Fannst þetta nokkuð vel til fundið og lagði það á minnið og þessi könnun færir stoðir undir þessa tilgátu mannsins.
Það má velta fyrir sér af hverju munurinn stafar og hvernig best sé að bregðast við honum. En eitt er vísst. Það er tími til kominn að fara að gera eitthvað ekki seinna en STRAX.
Prestur einn sagði í pontu um daginn að aldrei í 15-20 ára prestskap hefur hann fengið eins mörg símtöl frá fólki sem óskar eftir aðstoð við matarkaup. Og það fólk sem er í vinnu. Allir sjóðir kyrkjunnar í þessum tiltekna prestakalli eru tómir og ekkert hægt að gera.
Svona er Ísland ídag.
Verð á mat 64% hærra en í ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.5.2008 | 01:43
Réttarkerfi í molum - barnakáf kostar ekki nema 400.000kr og skilorð
Enn sýna íslenskir dómstólar það í verki að þeir er ekki í takt við nútímann. Þeir veikja refsingar við einu verstu brotum sem hægt er að fremja, kynferðisbrotum. Ákærði hótaði að hafa mök við móðurina og þegar það ekki gekk veittist hann að dætrum hennar. Þarna var um börn að ræða (stúlkur fæddar 1987 og 1993) og hefur þetta sett mjög djúp spor í þeirra líf eða eins og segir í vitnisburði uppeldis og afbrotafræðings: "háttsemi ákærða umrædda nótt hafi haft veruleg áhrif á stúlkurnar. Um eldri stúlkuna, A, sagði að hún sæti enn uppi með mikla reiði í hans garð auk þess sem óöryggi hefði litað líf hennar frá þessum tíma. Varðandi yngri stúlkuna, B, kom fram að atburðurinn hefði valdið henni vanlíðan og ótta sem hún hefði búið við í langan tíma." Spurningin er, inn á hvaða heimili ræðst þessi maður næst þegar löngunin verður of sterk?
Vegna klúðurs Héraðsdóms var refsingin milduð og ákærði fór einnig fram á að kæra yrði lögð niður vegna þess að brotin voru fyrnd. Skilaboðin sem íslenskir dómstólar senda út eru, við erum ekki starfi okkar vaxnir, og ef svo ílla skyldi fara að þú farir fyrir dóm í kynferðisbrotamáli þá á alltaf að áfryja til Hæstaréttar því hann gefur alltaf afslátt á refsingar þó að hann í þessu tilviki hafi aukið bæturnar úr smánarupphæðinni 200 000kr í 400 000kr sem er enn skammarlega lág upphæð.
Dóminn má nálgast (hér)
Hæstiréttur skilorðsbindur refsingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.5.2008 | 00:22
Samkeppnishöft á Íslandi
Það er eins gott að lesa smáa letrið áður en maður skrifar undir ráðningarsamning, eða hvaða samning sem er ef út í það er farið. Á Íslandi sem og í mörgum öðrum löndum gildir "pacta sunt servanda" eða samningar skulu standa sem er undirstaðan í samningarétti. Það þýðir í stuttu máli að ef maður skrifar undir samning skal við hann staðið svo fremi að hann sé ekki beinlínis andstæður lögum.
En fyrr má nú rota en dauðrota. Það er nú ekki eins og þessi maður hafi verið forstjóri hjá einum af stærstu og mikilvægustu fyrirtækjum Íslands. Nei, stefndi var í þessu tilviki fyrst einfaldur sölumaður og fólst starf hans "í sölu ritfanga og umsjón með netverslun fyrirtækisins ásamt almennri afgreiðslu, þ.e. símsvörun og móttöku viðskiptavina og öðrum störfum sem til féllu innan fyrirtækisins" og síðar rekstrarstjóri fyrirtækisins.
Dómurinn snýst að mörgu leyti um það hvort tíminn í samningnum hafi verið hæfilegur þ.e til að koma í veg fyrir skaða Office1. Það tíðkast víða erlendis að setja forstjóra, lykilstjórnendur og starfsmenn fyrirtækja í sóttkví til að m.a. koma í veg fyrir að mikilvægar upplýsingar/leyndarmál fari á milli fyrirtækja. En ég hef nú aldrei heyrt talað um þvílíka fásinnu sem 2 ár fyrir venjulegan starfsmann! Hámarksreglur t.d. í Svíþjóð eru 2 ár en þá erum við að tala um forstjóra. Víða í kringum okkur hef ég heyrt talað um að fólk sé sett í nokkra mánaða (3) sóttkví og upp undir 2 ár fyrir forstjóra. Í henni Ameríku er það beinlínis bannað að meina fólki að skipta um vinnu ef það heftir samkeppni (1 gr Sherman Act). Ekki er allt gott í henni Ameríku en þetta er eitthvað sem mætti skoða nánar.
Dómurinn byggist aðallega á 75gr stjórnarskrárinnar og lög um samningarrétt frá 1936. Með teknu tilliti til hvernig samkeppni er háttað á Íslandi í dag er nú kominn tími til að uppfæra reglurnar svo að samkeppni geti orðið virkari á markaði sem einkennist af fákeppni með tilheyrandi klíkuskap svo ekki sé minnst á kostnaðinn fyrir neytandann.
Dóm héraðsdóms má nálgast (hér)Févíti fyrir brot gegn ráðningarsamningi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.4.2008 | 17:19
Miðborg í niðurníslu -
Einhverntímann var nú talað um hana Reykjavík sem fallega dömu. Ég hef á ferðum mínum um miðbæinn ekki séð mikið sem minnir mig á svoleiðis sjónir. Farin er húðin slétta, hárið fallega og barmurinn stinni. Borgin er orðin þreytt og minnir einna helst á gamla konu sem komin er vel yfir eftirlauna aldurinn. Lifið hefur verið langt og strangt. Húðin orðin hrukkótt, hárið orðið grátt og brjóstin...já þau muna fífil sinn fegri.
Stefna stjórnmálamanna síðustu ára og áratuga í málefnum miðborgar Reykjavíkur hafa leitt til þess að verslun hefur minnkað jafnt og þétt í miðbænum um árabil. Uppbygging hefur verið lítil sem engin og nú er svo komið að 50-60 hús standa auð í miðborginni og þar fara dópistar og annar lýður um. Stutt er síðan kveikt var í húsi í miðbænum sem stendur tómt og þakka mátti fyrir að eldurinn breiddi ekki úr sér því í næsta húsi við er hótel. Getur verið að einhverjir fari að gera sér leik að því að kveikja í húsum svo að hægt sé að fara framhjá stjórnsýslukerfi sem er gjörsamlega hrunið?
Ár er nú síðan skemmtistaðurinn Pravda brann. Þar var talað um uppbyggingu en ekkert hefur gerst. Leitun er að eins stóru sári í höfuðborgum annara landa. Hvað ætli Daninn hefði sagt ef álíka æxli væri á Strikinu? Eða Norðmaðurinn á Karl Johan? Hvað ætli húsin við Laugarveg 4-6 standi og mengi útsýni bæjarbúa og annara gesta sem labba niður Laugaveginn lengi. Ásýndin er eins of úldinn fnýkurinn úr gamalli síldarbræðslu. Ógeðsleg.
Það er staðreynd að margar byggingar i miðborg Reykjavíkur voru byggðar á tímum þegar örbyggð var algjör. Peningar voru ekki til og byggirarefni af skornum skammti. Að auki hafa þessi hús verið margbreytt í áranna rás og brunavörnum er stórlega ábótavant eins og sannast hefur með Prövduhúsið. Húsin standast ekki nútíma byggingarreglugerðir og margir myndu ekki einu sinni setja hestana sína í þvílíka kofa. Og þetta vilja menn halda upp á í nafni menningar. Hérna sést best sterkt vald "retóríkurinnar". Vitið út um gluggan og áfram marsch!
Það eru einungis tvær leiðir færar til að leysa þennan vanda. Önnur er sú að Reykjavíkurborg kaupir upp hús í stórum stíl og heldur við/gerir upp og reynir síðan að fá inn pening með því að selja eða leigja fasteignirnar. Þessi leið er náttúrulega bara fásinna og vitleysisháttur. Kaupa einskis verð hús fyrir milljarða sem að auki eru skattpeningar til að viðhalda hugsjón. Nei, einungis algjörir hugsjónamenn og valdfíklar láta sér detta slíkt í hug. Það er heppni að það eru einungis tvö ár eftir í kosningar og ekki þurfi að múta Óla F með meiru. Það sjá það allir að þessi leið er ófær með öllu.
Hin leiðin er að láta einkafjármagnið um að breyta borginni. Byggja upp verslun og þjónustu sem "túristar" jafnt og borgarbúar geta verið ánægðir með. Borgin þarf að hvetja til fjárfestingar í miðbænum með að minnka skriffinsku og reglugerðir. Núverandi stjórnunarhættir eru algjörlega ótrúverðugir þegar menn með öll leyfi skyndilega standa frammi fyrir að mega ekki byggja. Svona á ekki við í lýðræðisríki.
Ekki veit ég hvort þessi seinni leið verði til þess að miðbærinn endurheimti æskugljáann og borgin endurheimti viðurnefnið hin fagra. En eitt er þó vísst. Veggjakrot, dópistar í tómum húsum og sjónmengun af verstu sort heyra sögunni til.
Veggjakrot hreinsað í miðborginni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Enn boðuð hækkun á kjarnfóðurverði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.12.2007 | 14:55
Ísland dýrast í heimi samkvæmt Alþjóðabankanum
Það er ljóst að eitthvað verður að gera í samkeppnis og tollamálum ef Ísland á ekki að festa sig í sessi sem mesta okurbúlla alheims. Ég held að pólitíkusar, neytendur og verslunarmenn ættu að velta þessu fyrir sér og hugsa út í hvort þetta er titill sem við höfum áhuga á að verja.
Það er eitthvað mikið að þegar það borgar sig orðið að borga hraðsendikostnað, tolla og gjöld á venjulegum vörum. Ekki furða að tollurinn hafi í nógu að snúast um þessar mundir þegar landinn missir sig á ebay og verslunarleiðangrar í Mall of America eru orðnir daglegt brauð.
Dýrast að búa á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.12.2007 | 21:27
Ísland dýrasta land í heimi samkvæmt World Bank
Samkvæmt nýrri úttekt frá World Bank þá er Ísland dýrasta land í heimi um þessar mundir. Verðlagning hér er ríflega helmingi hærri en í Bandaríkjunum sem er viðmiðunarland. Fast á hæla okkar koma frændur okkar danir og samkvæmt þessu er lítið vit í að fara í verslunarleiðangra til Kaupmannahafnar ef maður vill spara.
Það er ljóst að eitthvað verður að gera í samkeppnis og tollamálum ef Ísland á ekki að festa sig í sessi sem mesta okurbúlla alheims. Ég held að pólitíkusar, neytendur og verslunarmenn ættu að velta þessu fyrir sér og hugsa út í hvort þetta er titill sem við höfum áhuga á að verja.
Það er eitthvað mikið að þegar það borgar sig orðið að borga hraðsendikostnað, tolla og gjöld á venjulegum vörum. Ekki furða að tollurinn hafi í nógu að snúast um þessar mundir þegar landinn missir sig á ebay og verslunarleiðangrar í Mall of America eru orðnir daglegt brauð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.12.2007 | 22:47
Sorglegt - Nei þýðir nei og enn er þörf á harðari viðurlögum gegn nauðgurum
Enn og aftur þurfa fórnarlömb nauðgana horfa upp á vanhæfni yfirvalda og úrelt viðurlög gegn þessum hrottalega glæp. Farbann er gamaldags úrræði sem ekki lengur á við í nútíma samfélagi þar sem fólk getur ferðast milli landa án vegabréfs eða áritana. Dómstólarnir eru einfaldlega ekki í takt við tímann. Þessi brot eru greinilega ekki helsta umræðuefni dómara í kokteilboðum. Þykir greinilega ekki nógu fínt.
Ekki að undra að fjöldi nauðgana er ekki kærður vegna þess að sönnunarbyrðin er þung, viðurlögin lítil og áhugi yfirvalda á að refsa gegn brotunum virðist vera lítill. Betra má ef duga skal.
Það er kominn tími til að vekja okkar ástkæru alþingismenn sem eru uppteknir við að ræða litrófið (bleikt og blátt) og mörg önnur ómerkilegheit og beina þeim á rétta braut því margir þeirra eru eins og dómararnir hreinlega heldur ekki í takt við tímann og líðandi stund. Það þarf að setja nýja löggjöf og það strax.
Hvenær ætlum við sem borgarar og samfélag að segja hingað og ekki lengra. Það er okkar skylda að koma þeim skilaboðum áleiðis með öllum mögulegum aðferðum. Skilaboðin eru skýr. Svona atburði og hegðun viljum við ekki hafa í okkar þjóðfélagi. Það er kominn tími til að við bregðast harðar við brotum sem þessum sama hver á í hlut. Nei, þýðir nei. Nauðgun er hrottalegur glæpur sem á að refsa fyrir með viðeigandi hætti en ekki með puttaslætti eins og í dag.
(Ýtið HÉR til að skoða eldri grein um sama málefni)
Annar Pólverji í farbanni úr landi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.11.2007 | 13:37
Feministar ráða engu vegna þess að þær forðast ábyrgð eins og heitann eldinn
Að taka ábyrgð er erfitt en að kvarta er auðvelt. Femínistar taka ævinlega auðveldu leiðina og gera ekkert nema að kvarta og kveina og kenna öllum öðrum um að þeim líði ílla hér í lífinu. Það er auðvitað miklu aðveldara að kalla Egil karlrembu en að koma í þáttinn og ræða málin. Þetta er bara ein af þeim ástæðum afhverju fólk og þá meina ég bæði karlar og konur þola ílla þetta femínistahjal. Þetta er lítið annað en aumingja ég. Svo ég sletti smá ensku hér máli mínu til stuðnings "people hate loosers but love winners". Fólk nennir einfaldlega ekki að hlusta á tal sem ævinlega byrjar á aumingja ég.
Allir verða að taka ábyrgð á eigin lífi of farsæld. Ísland hefur nýverið verið kosið besta land í heimi að búa í. Konur hafa allan möguleika á að hafa það gott og vegna vel í lífinu. Konur eru meira að segja komnar í meirihluta yfir brautskráða nemendur frá háskólum. Allir hafa því möguleika á að standa sig og hafa það gott. Feminismi í nútíma samfélagi er því miður dauður. Konur nenna ekki einu sinni að hlusta á umræðuna lengur því flestar eru uppteknar við að standa sig og fylgja draumum sínum.
Konur sniðganga Silfrið í mótmælaskyni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Þjóðarsálin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar