Ísland dýrast í heimi samkvæmt Alþjóðabankanum

Samkvæmt nýrri úttekt frá World Bank þá er Ísland dýrasta land í heimi um þessar mundir. Verðlagning hér er ríflega helmingi hærri en í Bandaríkjunum sem er viðmiðunarland. Fast á hæla okkar koma frændur okkar danir og samkvæmt þessu er lítið vit í að fara í verslunarleiðangra til Kaupmannahafnar ef maður vill spara.

Það er ljóst að eitthvað verður að gera í samkeppnis og tollamálum ef Ísland á ekki að festa sig í sessi sem mesta okurbúlla alheims. Ég held að pólitíkusar, neytendur og verslunarmenn ættu að velta þessu fyrir sér og hugsa út í hvort þetta er titill sem við höfum áhuga á að verja.

Það er eitthvað mikið að þegar það borgar sig orðið að borga hraðsendikostnað, tolla og gjöld á  venjulegum vörum. Ekki furða að tollurinn hafi í nógu að snúast um þessar mundir þegar landinn missir sig á ebay og verslunarleiðangrar í Mall of America eru orðnir daglegt brauð.


mbl.is Dýrast að búa á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þjóðarsálin

Höfundur

Jón Jónsson
Jón Jónsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...abbi_kongur
  • fangi
  • Fucked

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband