Miðborg í niðurníslu -

Einhverntímann var nú talað um hana Reykjavík sem fallega dömu. Ég hef á ferðum mínum um miðbæinn ekki séð mikið sem minnir mig á svoleiðis sjónir. Farin er húðin slétta, hárið fallega og barmurinn stinni. Borgin er orðin þreytt og minnir einna helst á gamla konu sem komin er vel yfir eftirlauna aldurinn. Lifið hefur verið langt og strangt. Húðin orðin hrukkótt, hárið orðið grátt og brjóstin...já þau muna fífil sinn fegri.

Stefna stjórnmálamanna síðustu ára og áratuga í málefnum miðborgar Reykjavíkur hafa leitt til þess að verslun hefur minnkað jafnt og þétt í miðbænum um árabil. Uppbygging hefur verið lítil sem engin  og nú er svo komið að 50-60 hús standa auð í miðborginni og þar fara dópistar og annar lýður um. Stutt er síðan kveikt var í húsi í miðbænum sem stendur tómt og þakka mátti fyrir að eldurinn breiddi ekki úr sér því í næsta húsi við er hótel. Getur verið að einhverjir fari að gera sér leik að því að kveikja í húsum svo að hægt sé að fara framhjá stjórnsýslukerfi sem er gjörsamlega hrunið?

Ár er nú síðan skemmtistaðurinn Pravda brann. Þar var talað um uppbyggingu en ekkert hefur gerst. Leitun er að eins stóru sári í höfuðborgum annara landa. Hvað ætli Daninn hefði sagt ef álíka æxli væri á Strikinu? Eða Norðmaðurinn á Karl Johan? Hvað ætli húsin við Laugarveg 4-6 standi og mengi útsýni bæjarbúa og annara gesta sem labba niður Laugaveginn lengi. Ásýndin er eins of úldinn fnýkurinn úr gamalli síldarbræðslu. Ógeðsleg.

Það er staðreynd að margar byggingar i miðborg Reykjavíkur voru byggðar á tímum  þegar örbyggð var algjör. Peningar voru ekki til og byggirarefni af skornum skammti. Að auki hafa þessi hús verið margbreytt í áranna rás og brunavörnum er stórlega ábótavant eins og sannast hefur  með  Prövduhúsið. Húsin standast ekki nútíma byggingarreglugerðir og margir myndu ekki einu sinni setja hestana sína í þvílíka kofa. Og þetta vilja menn halda upp á í nafni menningar. Hérna sést best sterkt vald "retóríkurinnar". Vitið út um gluggan og áfram marsch!

Það eru einungis tvær leiðir færar til að leysa þennan vanda. Önnur er sú að Reykjavíkurborg kaupir upp hús í stórum stíl og heldur við/gerir upp og reynir síðan að fá inn pening með því að selja eða leigja fasteignirnar. Þessi leið er náttúrulega bara fásinna og vitleysisháttur. Kaupa einskis verð hús fyrir milljarða sem að auki eru skattpeningar til að viðhalda hugsjón. Nei, einungis algjörir hugsjónamenn og valdfíklar láta sér detta slíkt í hug. Það er heppni að það eru einungis tvö ár eftir í kosningar og ekki þurfi að múta Óla F með meiru. Það sjá það allir að þessi leið er ófær með öllu. 

Hin leiðin er að láta einkafjármagnið um að breyta borginni. Byggja upp verslun og þjónustu sem "túristar" jafnt og borgarbúar geta verið ánægðir með. Borgin þarf að hvetja til fjárfestingar í miðbænum með að minnka skriffinsku og reglugerðir. Núverandi stjórnunarhættir eru algjörlega ótrúverðugir þegar menn með öll leyfi skyndilega standa frammi fyrir að mega ekki byggja. Svona á ekki við í lýðræðisríki.

Ekki veit ég hvort þessi seinni leið verði til þess að miðbærinn endurheimti æskugljáann og borgin endurheimti viðurnefnið hin fagra. En eitt er þó vísst. Veggjakrot, dópistar í tómum húsum og sjónmengun af verstu sort heyra sögunni til.

 


mbl.is Veggjakrot hreinsað í miðborginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þjóðarsálin

Höfundur

Jón Jónsson
Jón Jónsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...abbi_kongur
  • fangi
  • Fucked

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband