Samkeppnishöft á Íslandi

Það er eins gott að lesa smáa letrið áður en maður skrifar undir ráðningarsamning, eða hvaða samning sem er ef út í það er farið. Á Íslandi sem og í mörgum öðrum löndum gildir "pacta sunt servanda" eða samningar skulu standa sem er undirstaðan í samningarétti. Það þýðir í stuttu máli að ef maður skrifar undir samning skal við hann staðið svo fremi að hann sé ekki beinlínis andstæður lögum.

En fyrr má nú rota en dauðrota. Það er nú ekki eins og þessi maður hafi verið forstjóri hjá einum af stærstu og mikilvægustu fyrirtækjum Íslands. Nei, stefndi var í þessu tilviki fyrst einfaldur sölumaður og fólst starf hans  "í sölu ritfanga og umsjón með netverslun fyrirtækisins ásamt almennri afgreiðslu, þ.e. símsvörun og móttöku viðskiptavina og öðrum störfum sem til féllu innan fyrirtækisins" og síðar rekstrarstjóri fyrirtækisins.

Dómurinn snýst að mörgu leyti um það hvort tíminn í samningnum hafi verið hæfilegur þ.e til að koma í veg fyrir skaða Office1. Það tíðkast víða erlendis að setja forstjóra, lykilstjórnendur og starfsmenn fyrirtækja í sóttkví til að m.a. koma í veg fyrir að mikilvægar upplýsingar/leyndarmál fari á milli fyrirtækja. En ég hef nú aldrei heyrt talað um þvílíka fásinnu sem 2 ár fyrir venjulegan starfsmann! Hámarksreglur t.d. í Svíþjóð eru 2 ár en þá erum við að tala um forstjóra. Víða í kringum okkur hef ég heyrt talað um að fólk sé  sett í nokkra mánaða (3) sóttkví og upp undir 2 ár fyrir forstjóra. Í henni Ameríku er það beinlínis bannað að meina fólki að skipta um vinnu ef það heftir samkeppni (1 gr Sherman Act). Ekki er allt gott í henni Ameríku en þetta er eitthvað sem mætti skoða nánar.

Dómurinn byggist aðallega á 75gr stjórnarskrárinnar og lög um samningarrétt frá 1936. Með teknu tilliti til hvernig samkeppni er háttað á Íslandi í dag er nú kominn tími til að uppfæra reglurnar svo að samkeppni geti orðið virkari á markaði sem einkennist af fákeppni með tilheyrandi klíkuskap svo ekki sé minnst á kostnaðinn fyrir neytandann.

Dóm héraðsdóms má nálgast (hér
mbl.is Févíti fyrir brot gegn ráðningarsamningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Takk fyrir að vísa í dómstextann. Ég var kominn á fullt að hugsa leiðir til að nálgast dóminn. Mér finnst það bara furðulegt að fyrirtæki megi setja svona nútíma vistarbandsákvæði í ráðningarsamninga.

Theódór Norðkvist, 6.5.2008 kl. 00:33

2 Smámynd: Jón Jónsson

Já, þú ert ekki einn um að finnast þetta furðulegt. Þetta fer í flokkinn úrellt löggjöf eins og því miður svo margt annað.

Jón Jónsson, 6.5.2008 kl. 00:40

3 identicon

Það er ekki úrelt löggjöf að láta menn efna samninga sem þeir gangast undir sjálfviljugir.

Bjarki (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 04:01

4 Smámynd: Jón Jónsson

spurningin er hvort inntak ráðningarsamninga megi vera hvert sem er. Við erum greinilega óssammála um það. að setja inn skilyrði  og sektir um þvílíka tíma/upphæðir og í þessu tilviki leyfi ég mér að fullyrða sé óheyrt í löndum í kringum okkur ef ekki í meira lagi sjaldgæft fyrir starfsmann af þessu tagi eins og fram kemur í blogginu.

sjálfviljugir og ekki sjálfviljugir. hver er sterki og veiki aðilinn þegar verið er að skrifa undir samning? fær næsti maður kannski starfið ef maður kemur með athugasemd á þessu stigi? 

Jón Jónsson, 6.5.2008 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þjóðarsálin

Höfundur

Jón Jónsson
Jón Jónsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...abbi_kongur
  • fangi
  • Fucked

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband